Áskrift þín að þjónustunni (eins og hún er skilgreind í skilmálum Ancestry) og önnur kaup á AncestryDNA® eru háð þessum endurnýjunar- og uppsagnarskilmálum. Öll hugtök með hástöfum sem notuð eru í þessum Endurnýjunar- og uppsagnarskilmálum skulu hafa sömu merkingu og sett er fram í skilmálum Ancestry ef þau eru ekki skilgreind hér.
Áskriftir
Það eru ýmsir greiðslu- og áskriftarmöguleikar í boði fyrir þá sem vilja nýta sér þjónustuna okkar. Þessa valkosti er að finna fyrir einstaka þjónustu og geta sætt breytingum af og til. Þegar þú hefur skráð þig í ókeypis prufuáskrift eða upphaflega greiðsla þín hefur verið afgreidd þá telst áskriftin þín hafin og þú færð strax aðgang að viðkomandi þjónustu.
1. Sjálfvirk endurnýjun áskrifta. Nema annað sé tekið fram í skilmálum tilboðsins, þá endurnýjast áskriftir sjálfkrafa, fyrir utan gjafir og kjörvarpsfyrirkomulag (pay-per-view). Þetta þýðir að þegar þú hefur skráð þig í ókeypis prufuáskrift eða gerst áskriftaraðili, þá endurnýjast áskriftin þín sjálfkrafa byggt á þeirri áskriftaráætlun sem þú hefur valið (t.d. hálfsárslega, mánaðarlega, o.s.frv.). Þú verður rukkuð/rukkaður um verðið sem tilgreint var við kaupin (að viðbættum sköttum sem kunna að eiga við, svo sem virðisaukaskatti þegar uppgefið gjald innifelur ekki virðisaukaskatt) við upphaf innheimtutímabilsins áskriftar þinnar verður sú upphæð skuldfærð á þann greiðslumáta sem þú valdir. Gangið úr skugga um að greiðsluupplýsingarnar séu réttar til að koma í veg fyrir að áskriftin stöðvist.
Verð og skilmálar áskriftar geta breyst hvenær sem er. Það verð og þeir skilmálar sem voru í gildi þegar þú festir kaup á áskriftinni upphaflega eða þegar áskriftin var síðast endurnýjuð munu gilda út áskriftartímabilið, en ný verð og skilmálar gætu átt við um endurnýjanir eða nýjar áskriftir. Ancestry mun gefa þér hæfilegan fyrirvara fyrir allar breytingar á verði eða skilmálum áður en þær taka gildi. Ef þú vilt ekki endurnýja áskriftina þína samkvæmt þessum nýju verðum eða skilmálum skalt þú að segja upp áskriftinni eins og lýst er hér að neðan.
2. Uppsagnir áskrifta og endurgreiðslur. Þú getur sagt upp Ancestry áskriftinni með því að skrá þig inn á minn reikning eða með því að hafa samband við okkur. Nánari upplýsingar um hvernig á að segja upp Ancestry áskriftinni þinni er að finna hér. Ef þú opnar Fold3®, Newspapers.com™ eða Forces War Records í gegnum Ancestry All Access-reikninginn þinn, getur þú sagt upp áskrift þinni með því að skrá þig inn á síðuna fyrir Reikningsstillingar eða með því að hafa samband við okkur. Ef þú gerist áskrifandi að Ancestry Pro Tools, Fold3®, Forces War Records eða Newspapers.com™ með öðrum hætti, þ.m.t. með Newspapers.com™ Publisher Extra® viðbótinni getur þú séð hér að neðan hvernig hægt er að segja upp áskrift. Allar endurgreiðslur verða bakfærðar með þeirri greiðsluleið sem tengd er við reikninginn þinn. Til að fá upplýsingar um hvernig á að segja upp áskrift sem keypt er í gegnum Ancestry appið skaltu smella hér.
Ef þú notar þjónustuna í ESB eða Bretlandi getur þú einnig sagt upp Ancestry áskriftinni með því að fylla út samskipta eyðublaðið, Newspapers.com™ áskriftinni þinni með því að fylla út þetta samskiptaeyðublað, eða Forces War Records áskriftinni með því að fylla út þetta samskiptaeyðublað.
Þú getur sagt upp Fold3® áskriftinni þinni með því að skrá þig inn á Reikningsupplýsingarsíðuna þína hjá Fold3.com eða með því að hafa samband við okkur hér. Þú getur sagt upp Newspapers.com™ áskriftinni þinni með því að skrá þig inn á Reikningsupplýsingarsíðuna þína hjá Newspapers.com eða með því að hafa samband við okkur hér. Þú getur sagt upp Archives® áskriftinni þinni með því að skrá þig inn á Reikningsupplýsingarsíðuna þína hjá Archives.com eða með því að hafa samband við okkur hér. Þú getur sagt upp Forces War Records áskriftinni þinni með því að skrá þig inn á Reikningsupplýsingarsíðuna þína hjá ForcesWarRecords.com eða með því að hafa samband við okkur hér.
Nema annað sé tekið fram í skilmálum áskriftar þinnar munu eftirfarandi skilmálar gilda:
Ókeypis prufuáskriftir: Sum þjónusta okkar gerir þér kleift að skrá þig í ókeypis prufuáskrift svo þú getir prófað þjónustuna áður en þú hefur gjaldskylda áskrift. Ef þú skráir þig í ókeypis prufuáskrift þá getur þú sagt henni upp hvenær sem er meira en tveim dögum áður en prufutímabilinu líkur án þess að hún verði gjaldfærð. Ef þú segir henni ekki upp fyrir þann tíma mun greidd áskrift hefjast þegar ókeypis prufutímabilinu lýkur. Ein ókeypis prufuáskrift á hvern notanda. Eftir að ókeypis prufuáskriftin klárast og þú ert rukkaður um áskriftina verða engar endurgreiðslur gerðar eins og kemur fram hér að neðan. Þetta hefur ekki áhrif á lagaleg réttindi þín. Fyrir notendur sem staðsettir eru innan Evrópusambandsins felur ókeypis prufuáskriftin í sér umþóttunarréttindi og rétt til að ganga hætta við samning.
Mánaðarlegar áskriftir (þ.m.t. Viðhalda ættartrénu mínu og Ancestry Pro Tools, þar sem við á): Hægt er að segja upp mánaðaráskriftum hvenær sem er en uppsögn þarf að berast meira en tveimur virkum dögum fyrir endurnýjunardagsetninguna en ekki er boðið upp á endurgreiðslu fyrir þær nema eftir því sem kemur fram hér að neðan. Ef þú segir upp mánaðarlegu áskriftinni muntu áfram hafa aðgang að þjónustunni það sem eftir er af áskriftartímabilinu sem þú hefur greitt fyrir. Ef þú segir ekki upp áskrift þinni innan áskriftartímabils, munum við endurnýja áskriftina á hverjum mánuði þangað til þú segir henni upp. Ancestry Pro Tools krefst virkrar Ancestry fjölskyldusöguáskriftar. Ef Ancestry fjölskyldusöguáskriftin þín rennur út, verður Pro Tools áskriftinni sjálfkrafa sagt upp í lok núverandi greiddra mánaðar.
Áskriftir sem eru lengri en einn mánuður, greitt fyrirfram:
- Fyrir Ancestry áskrift (þar á meðal AncestryDNA Plus): Fyrir Ancestry áskriftir: Nema í þeim tilvikum sem lýst er hér að neðan, ef þú segir upp þessari tegund áskriftar áður en áskriftartímabilinu lýkur, áttu ekki rétt á endurgreiðslu (þetta hefur ekki áhrif á lagaleg réttindi þín), en þú munt áfram hafa aðgang að viðkomandi þjónustu það sem eftir er af áskriftartímabilinu, en eftir það mun verður áskrift þinni sagt upp. Ef áskrift þín hefst ekki á ókeypis prufuáskrift geturðu á fyrstu 14 dögum fyrsta áskriftartímabilsins annað hvort (1) sagt upp strax til að fá fulla endurgreiðslu og tafarlaust misst aðgang að þjónustuleiðinni eða (2) sagt upp frá og með þeim tíma þegar núverandi áskrift lýkur, án endurgreiðslu. Ef þú segir ekki upp áskrift þinni innan áskriftartímabilsins munum við framlengja áskrift þína fyrir frekari tímabil sem jafngilda tímabili núverandi áskriftar þinnar (nema ef þú gafst annað til kynna), þar til þú segir upp áskriftinni. Eftir að áskrift þín hefur verið endurnýjuð áttu ekki rétt á endurgreiðslum. Endurgreiðslur byggjast ekki á reikningsnotkun.
- Fyrir Fold3, Newspapers.com, Forces War Records og Archieves áskriftir: Áskriftir sem eru lengri en einn mánuður og eru innheimtar fyrirfram má segja fyrstu 30 dagana og eiga rétt á fullri endurgreiðslu. Ef þessi áskrift hefst á ókeypis prufuáskrift þá hefst 30 daga tímabilið eftir að ókeypis prufuáskriftinni lýkur. Ef þú segir upp þessari tegund af áskrift eftir fyrstu 30 dagana þá færðu hana ekki endurgreidda, en þú munt áfram hafa aðgang að viðkomandi þjónustu það sem eftir er af áskriftartímabilinu þínu, en eftir það verður áskriftinni sagt upp. Þetta hefur ekki áhrif á lagaleg réttindi þín. Ef þú segir ekki upp áskrift þinni innan áskriftartímabilsins munum við framlengja áskrift þína fyrir frekari tímabil sem jafngilda tímabili núverandi áskriftar þinnar (nema ef þú gafst annað til kynna), þar til þú segir upp áskriftinni. Endurgreiðslur byggjast ekki á reikningsnotkun.
Áskriftir sem eru lengri en einn mánuður, greitt fyrirfram: Áskriftir lengri en mánuður, innheimt mánaðarlega: Þar sem boðið er upp á slíkt getur verið að það megi borga mánaðarlega fyrir áskriftir lengri en mánuður. Jafnvel þó áskriftin verði gjaldfærð mánaðarlega, þá skuldbindur þú þig þess að vera út allt áskriftartímabilið (t.d. 6 mánuðir eða 12 mánuðir). Nema í þeim tilvikum sem lýst er hér að neðan, ef þú segir upp þessari tegund áskriftar áður en áskriftartímabilinu lýkur, þá áttu ekki rétt á endurgreiðslu, en þú munt áfram hafa aðgang að viðkomandi Þjónustuleiðum það sem eftir er af greiddum mánuðum (eftir það verður áskrift þinni sagt upp) og það má vera að þú þurfir að greiða uppsagnargjald. Þetta hefur ekki áhrif á lagaleg réttindi þín. Ef áskrift þín hefst ekki á ókeypis prufuáskrift geturðu á fyrstu 14 dögum fyrsta áskriftartímabilsins annað hvort (1) sagt upp strax til að fá fulla endurgreiðslu á gjaldinu fyrir fyrsta mánuðinn og tafarlaust misst aðgang að þjónustunni eða (2) sagt upp frá og með lokum fyrsta mánaðar, en þar mun þurfa að greiða uppsagnargjald. Ef þú breytir úr þessari tegund áskriftar í aðra tegund áskrifta fyrir lok áskriftartímabilsins, færð þú hlutfallslega endurgreiðslu fyrir það sem eftir er af núverandi mánuði, og þú verður rukkaður um uppsagnargjald. Uppsagnargjöld fyrir áskrift sem er keypt á www.ancestry.com, eru það lægra af (i) $25 fyrir 6 mánaða áskrift eða $50 fyrir 12 mánaða áskrift (ásamt viðkomandi sköttum) eða (ii) eftirstandandi kostnaður af áskriftinni þinni. Fyrir áskriftir sem eru keyptar á www.ancestry.co.uk eru uppsagnargjöld annað hvort 20 pund/evrur eða eftirstandandi kostnaður áskriftar hvort sem er lægra. Fyrir áskriftir sem eru keyptar á www.ancestry.com.au eru uppsagnargjöld annað hvort 25 AUD/NZD eða eftirstandandi kostnaður áskriftar hvort sem er lægra. Fyrir áskriftir sem eru keyptar á www.ancestry.ca og svo fremi sem heimilað er í gildandi lögum, eru uppsagnargjöld annað hvort 25 kanadískir dollarar eða eftirstandandi kostnaður áskriftar hvort sem er lægra. Fyrir áskriftir sem eru keyptar á www.ancestry.de eru uppsagnargjöld annað hvort 20 evrur eða eftirstandandi kostnaður áskriftar hvort sem er lægra. Ef þú segir ekki upp áskrift þinni innan áskriftartímabilsins munum við framlengja áskriftina þína fyrir frekari tímabil sem jafngilda tímabili núverandi áskriftar þinnar, þar til þú segir upp áskriftinni. Eftir að áskrift þín hefur verið endurnýjuð áttu ekki rétt á endurgreiðslum.
Gjafaáskrift: Kaupandi getur sagt upp gjafaáskrift og fengið fulla endurgreiðslu áður en (a) komnir eru 30 dagar frá kaupdegi gjafar og (b) komið er að þeirri upphafsdagsetningu gjafar sem kaupandi valdi. Engar endurgreiðslur eru í boði eftir upphafsdagsetningu gjafar. Sjá sérstaka skilmála fyrir gjafaáskrift fyrir frekari upplýsingar.
Fjölskylduáskrift: Þar sem hún er fáanleg heimilar fjölskylduáskrift kaupanda að veita aukanotendum aðgang að viðeigandi þjónustu. Kaupandinn getur bætt við eða tekið út notendur af fjölskylduáskriftinni á hvaða tíma sem og notendur geta hætt fjölskylduáskriftinni með að fara á Minn reikningur. Allar breytingar á fjölskylduáskriftinni sem kaupandinn framkvæmir mun einnig gilda um dótturfélagsreikninga. Ef kaupandinn hættir við fjölskyldureikninginn munu allir notendur fjölskylduáskriftarinnar halda aðgangi sínum að viðeigandi þjónustu í eftirstandandi tíma áskriftarinnar, en eftir það verður áskriftinni sagt upp.
Gera hlé á áskriftinni þinni: Þar sem það er í boði fyrir Ancestry áskriftir sem endurnýjast sjálfkrafa, getur þú kosið að gera hlé á áskrift þinni með því að seinka endurnýjunargreiðslunni þinni í allt að 2 mánuði við lok núverandi greiðslutímabils. Þú getur aðeins gert hlé á áskriftinni þinni einu sinni á hverju greiðslutímabili og þegar hléið hefst getur þú ekki breytt lengd hlésins. Þú munt missa aðgang að öllu efni sem greitt hefur verið fyrir meðan á hléinu stendur. Áskrift þín mun hefjast aftur sjálfkrafa eftir að tilgreindur tími hlés líkur og þú greiðir fyrir það sama verð og þú hefðir greitt ef þú hefðir endurnýjað fyrir hléið, og þú heimilar að áskriftin verði skuldfærð á kreditkortið þitt með endurteknum hætti við endurvirkjun. Ef þú velur að segja upp áskrift á meðan hlé er á áskriftinni þinni verður ekki tekin greiðsla.
Inneign: Suma þjónustu okkar má kaupa sem inneign, í mismiklu magni og má þá nota inneignina á ákveðnu tímabili. Keyptar inneignir gilda í þann tíma sem tilgreindur er þegar þær eru keyptar. Allar inneignir sem ekki hafa verið nýttar innan tímabils leyfilegrar notkunar munu renna út að fyrningardagsetningu liðinni nema þar sem lög banna slíkt.
Skattar og gjöld: Þú berð ábyrgð á því að greiða alla skatta og gjöld sem önnur fyrirtæki kunna að fara fram á, svo sem sendingarkostnað, farsímagjöld, gagnagjöld, færslugjöld, yfirdráttargjöld, kreditkortagjöld og gjaldeyriskostnað.
Úrræði: Ef þú ert neytandi í Evrópu sambandinu eða Bretlandi nýtur þú góðs af skylduákvæðum í lögum landsins sem þú býrð í og þú getur átt rétt á úrræðum samkvæmt staðbundnum lögum, ef þjónustan eða einhver hluti af þjónustunni samræmist ekki við hvernig henni hefur verið lýst.
AncestryDNA®-sett
1. Stöðva vinnslu rannsóknarstofu á AncestryDNA-settinu þínu.
Þú getur stöðvað vinnslu rannsóknarstofu á AncestryDNA-settinu þínu með því að hafa samband við þjónustuna fyrir meðlimi. Ef þú hefur þegar sent inn sýni þá muntu þurfa að gefa þjónustunni fyrir meðlimi upp kóðann á sýnatökuglasinu til að við getum auðkennt og eytt sýninu þínu. Kóði sýnatökuglassins fylgir með í AncestryDNA-prófunarbúnaðinum þínum. Við mælum með að þú geymir kóðann á öruggum stað.
Ef rannsóknarstofan hefur þegar unnið úr sýninu þínu getur þú óskað eftir því að sýninu verði eytt með því að hafa samband við meðlimaþjónustuna. Þú getur líka eytt niðurstöðum úr prófunum þínum með því að fylgja leiðbeiningunum í DNA-prófunarstillingunum þínum.
2. Réttur á endurgreiðslu.
Bandaríkin
- Kaup á AncestryDNA setti fela í sér rétt á endurgreiðslu ef farið er fram á endurgreiðslu og settinu skilað innan 60 daga frá pöntunardegi, að frádregnu $15 vinnslugjaldi. Þú verður að skila settinu til að geta fengið endurgreiðslu. Ancestry endurgreiðir ekki sendingar- og úrvinnslugjöld eða viðkomandi skatta sem greiddir eru af óendurgreiðanlegum hluta fyrir sett sem keypt eru í Bandaríkjunum. Allar endurgreiðslur verða bakfærðar með þeirri greiðsluleið sem tengd er við reikninginn þinn. Ef þú keyptir AncestryDNA-settið þitt á Amazon, Walmart (á netinu eða í búð), Legacy.com, eða Target.com, skalt þú hafa beint samband við þá seljendur til að fara fram á endurgreiðslu.
- Eiginleikar: Ef þú keyptir eiginleika fyrir núverandi DNA-próf eftir að DNA-niðurstöðurnar þínar urðu aðgengilegar í Þjónustuleiðunum, þá færðu aðgang að eiginleikunum þínum um leið og unnið hefur verið úr greiðslunni og þú átt ekki rétt á endurgreiðslu fyrir kaup þín á eiginleikum. Ef þú kaupir eiginleika fyrir núverandi DNA-próf sem þú hefur virkjað, en DNA-niðurstöður þínar hafa ekki verið gerðar aðgengilegar í gegnum þjónustuleiðir okkar, getur þú hætt við kaup á eiginleikum með því að hafa samband við meðlimaþjónustu og átt rétt á endurgreiðslu þar til DNA-niðurstöðurnar hafa verið gerðar aðgengilegar. Þegar þú ert komin(n) með aðgang að DNA-niðurstöðunum þínum áttu ekki lengur rétt á endurgreiðslu fyrir þá eiginleika sem keyptir hafa verið. Kaup þín á AncestryDNA-setti sem inniheldur eiginleika stýrast af sömu ofangreindu uppsagnar- og endurgreiðsluskilmálum sem gilda um AncestryDNA-sett sem innihalda ekki eiginleika. Ef þú ert í Evrópusambandinu hefur þú rétt á að skipta um skoðun og hætta við pöntun á eiginleikum og fá endurgreitt að fullu, það með talið sendingarkostað hvenær sem er innan við 14 daga frá því að tekið er við pöntun.
- Viðbótar valmöguleikar: Þar sem það er fáanlegt, ef þú kaupir gjafapappír aukalega, getur þú hætt við gjafapappírinn með því að hafa samband við þjónustuna fyrir meðlimi og þú hefur rétt á að fá endurgreiðslu þangað til að AncestryDNA-settið hefur verið sent. Þar sem það er fáanlegt, ef þú kaupir forgangsvinnsla aukalega, getur þú hætt við forgangsvinnsla með því að hafa samband við þjónustuna fyrir meðlimi og þú hefur rétt á að fá endurgreiðslu þangað til við höfum móttekið sýnishornið þitt. Kaup þín á AncestryDNA-setti sem inniheldur gjafapappír og/eða forgangsvinnsla aukalega lýtur að öðru leiti skilmálum um endurgreiðsla sem gilda um AncestryDNA-sett sem eru ekki með gjafapappír og/eða forgangsvinnsla.
- DNA upphleðslu: Ef þú greiðir gjald fyrir að hlaða upp DNA gögnum þínum frá öðrum DNA prófunaraðila ertu ekki gjaldgengur fyrir endurgreiðslu á kaupunum þínum eftir að DNA niðurstöður þínar eru gerðar aðgengilegar í þjónustunni.
Endurgreiðsluferlið.
Til að fara fram á endurgreiðslu fyrir AncestryDNA-settið þitt muntu þurfa (1) að veita sömu upplýsingar og þú veittir okkur þegar þú pantaðir settið þitt og (2) að skila AncestryDNA-settinu þínu til okkar. Vinsamlegast hafðu samband við meðlimaþjónustu fyrir frekari upplýsingar.
Utan Bandaríkjanna: Þú hefur rétt á að skipta um skoðun og hætta við pöntun á AncestryDNA-setti og fá endurgreitt að fullu, þ.m.t. sendingarkostað hvenær sem er innan við 14 daga frá því að tekið er við pöntun. Athugaðu að réttur til endurgreiðslu fyrir sendingarkostnaði gildir aðeins ef ódýrasta sendingaraðferðin er valin. Að öðrum kosti mun endurgreiðslan aðeins verða greidd út fyrir andvirði ódýrustu sendingaraðferðarinnar sem Ancestry bíður upp á. Þú getur hringt í okkur til að hætta við pöntunina og fara fram á endurgreiðslu. Þú munt þurfa að vita pöntunarnúmerið þitt þegar þú hringir til að hætta við. Pöntunarnúmerið þitt er í pöntunarstaðfestingarpóstinum sem þú fékkst eftir að þú pantaðir. Réttur þinn til að hætta við fellur niður 14 dögum eftir þann dag sem þú færð pöntunina þína. Ef þú hættir við DNA-prófið þitt eftir að þú hefur sent inn sýni, muntu ekki geta nálgast neinar DNA-niðurstöður. Endurgreiðslan er eingöngu greidd inn á kreditkortið sem þú notaðir til að kaupa AncestryDNA-settið. Gerðu ráð fyrir því að það geti tekið eðlilegan tíma fyrir endurgreiðsluna að berast.
3. Að endurnýja prófunarsett.
Ef þú þarft á nýju AncestryDNA-prófunarbúnaði að halda og ert staðsett(ur) í Bandaríkjunum getur þú hringt í AncestryDNA í síma 1-800-958-9124 og gefið upp sömu upplýsingar og þú gafst upp þegar þú pantaðir AncestryDNA-settið. Í samræmi við ástæðuna gætum við rukkað aukalega 25 Bandaríkjadollara á hvert sett (auk sendingar- og umsýslukostnaðar) í Bandaríkjunum. Ef þú þarft á nýju AncestryDNA-prófunarbúnaði að halda og ert staðsett(ur) utan Bandaríkjanna getur þú haft samband við AncestryDNA í gegnum síma eða tölvupóst. Það er ekkert aukalegt gjald tekið fyrir endurnýjun setta utan Bandaríkjanna.
4. Búnt.
Af og til, þar sem boðið er upp á slíkt, getur gerst að Ancestry bjóði upp á margar vörur (svo sem AncestryDNA-sett og ættarsöguáskrift) í samsettum pökkum eða „búntum“. Þú getur skilað búnti og fengið endurgreiðslu innan 60 daga frá kaupdegi. Einungis má skila búnti sem heilum pakka. Við tökum ekki við skilum á neinum vörum sem voru seldar sem hluti af búnti, nema búntinu sé skilað í heilu lagi. Ef búntið þitt inniheldur AncestryDNA-sett, verður þú að skila settinu til að eiga rétt á endurgreiðslu og greiða $15 vinnslugjald (fyrir hvert AncestryDNA-sett) sem dregið er frá endurgreiðsluupphæðinni. Fyrir notendur í Evrópusambandinu verður vinnslugjald ekki dregið frá endurgreiðsluupphæðinni.